Eyjamenn skutust, tímabundið í það minnsta, upp í þriðja sæti Pepsídeildarinnar með miklum baráttusigri á Val. Fyrri hálfleikur var mjög erfiður fyrir Eyjamenn og Valsmenn voru sterkari framan af en í þeim síðari tóku Eyjamenn öll völd á vellinum og uppskáru tvö mörk. Varamaðurinn Ian Jeffs skoraði fyrra markið en síðara markið var af rándýrari gerðinni því Tonny Mawejje skoraði með bylmingsskoti fyrir utan vítateig, algjörlega óverjandi fyrir markvörð Vals. Lokatölur urðu 2:0.