Rannsóknarlögreglumaður frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík sá um að rannsaka vettvang. Lögregla fann þann sem konan kærði og var hann handtekinn og yfirheyrður. Að yfirheyrslu lokinni var hann látinn laus. Ekki liggur annað fyrir en karlinn og konan hafi farið ein saman heim til hennar um nóttina og atvikið átt sér stað nokkru eftir að þau komu þar heim. Málið er í rannsókn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst