Kona slasaðist töluvert þegar skoteldaterta sprakk
8. janúar, 2007

Konan var að halda þrettándann hátíðlegan með eiginmanni sínum, börnum og barnabörnum þegar slysið varð, rétt fyrir klukkan tíu á laugardagskvöld. Fjölskyldan var búin að skjóta upp þó nokkrum tertum og var sú sem sprakk sú síðasta sem til stóð að kveikja í. Konan stóð í um tíu metra fjarlægð frá tertunni og í meiri fjarlægð en nokkurt hinna sem fylgdust með. Mikil mildi þykir að ekki fór verr því meðal þeirra sem horfðu á sýninguna var fólk með eins árs gamalt barn í fanginu.

Að sögn vakthafandi varðstjóra lögreglunnar í Vestmannaeyjum virðist sem fólkið hafi farið í einu og öllu eftir settum reglum um meðferð skotelda. Líklegast þykir að galli hafi verið í tertunni sem hafi valdið því að hún sprakk í heilu lagi þegar kveikt var í henni.

Fréttablaðið greindi frá.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst