Samtals er þetta fækkun upp á 2,2 prósent. Aðfluttir eru 175 og fæðingar eru 40, þar af 36 á þessu ári. Brottfluttir eru 278 og 28 hafa látist á tímabilinu.
�?egar rýnt er þessar tölur kemur í ljós að konum fer fækkandi í Eyjum og er ástæðan sú að fleiri drengir fæddust á tímabilinu. Brottfluttar konur voru 134 en karlarnir sem héðan fóru voru 144. Hingað fluttu 89 karlar og 86 konur en þetta jafnast út þegar kemur að látnum sem eru 19 karlar á móti níu konum. Eru því brottfluttir og látnir, 306, 153 karlar og 153 konur.
En aðeins fæddust 14 stúlkur á móti 26 drengjum og í dag búa í Eyjum 2156 karlar á móti 1929 konum sem eru 227 færri en karlar.
Einhverjar breytingar geta orðið á þessum tölum en �?jóðskrá lokar í dag á flutning lögheimilis og þeir sem tilkynna flutning eftir helgi teljast með næsta tímabili.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst