Á síðasta fundi bæjarstjórnar var kosið í ráð, nefndir og stjórnir samkvæmt samþykktum um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. Var að þessu sinni aðeins kosið um varamenn og ástæðan sú helst að Páley Borgþórsdóttir er hætt í bæjarstjórn og er nú lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Kosningin fór þannig:
Varamaður í bæjarráð í stað Páls Marvins Jónssonar
Varamaður í stað Birnu �?órsdóttur sem skrifara bæjarstórnar
Varamaður á aðalfund SASS í stað Hildar S. Sigurðardóttur
Varamaður í stað Sigurlaugar Böðvarsdóttur sem óskar eftir því að hætta sem varamaður í fjölskylduráði þar sem hún starfar nú á Hraunbúðum.
Varamaður í bæjarráð í stað Páls Marvins Jónssonar
Verður Birna �?órsdóttir
Varamaður í stað Birnu �?órsdóttir sem skrifara bæjarstórnar verður Trausti Hjaltason
Varamaður á aðalfund SASS í stað Hildar S. Sigurðardóttur verður Dóra Kristín Guðjónsdóttir
Varamaður í fjölskylduráði verður Sonja Andrésdóttir í stað Sigurlaugar Böðvarsdóttur sem óskar eftir því að hætta sem varamaður. Sem varamaður í stað Sonju Andrésdóttur í fræðsluráði verður Guðjón Sigtryggsson.