Staða fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi gerði grein fyrir stöðu fjárhagsaðstoðar árið 2022.
Kostnaðar Vestmannaeyjabæjar vegna framfærsluaðstoðar lækkaði á milli áranna 2021 og 2022 um 39%. Helsta ástæða þess var markviss vinna við að aðstoða vinnufæra aðila í vinnu/virkni og þeim sem eru óvinnufærir í endurhæfingu/örorku. Við þetta fækkaði aðilum sem voru á endurtekinni framfærsluaðstoð. Atvinnuátak, gott samstarf við Vinnumálastofnun, stofnanir og fyrirtæki hjálpuðu mikið til. Ráðið þakkar kynninguna og fagnar þessu markvissa átaki sem hjálpað hefur mörgum við að bæta félagslega- og fjárhagslega stöðu þeirra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst