Kraftmikið lag á stórafmælinu
5. apríl, 2024
DSC_6993
Jóhanna Guðrún á Brekkusviðinu í Herjólfsdal. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er í fullum gangi, en í ár verða 150 ár frá því fyrsta Þjóðhátíðin var haldin. Ellert Scheving Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV staðfestir í samtali við Eyjar.net að Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytji þjóðhátíðarlagið í ár.

„Það er langur tími liðinn síðan nefndin tók þá ákvörðun að fela Jóhönnu verkefnið. Okkur í nefndinni fannst tilvalið að fá eina fremstu söngkonu landsins í verkefnið þar sem að nú stöndum við á tímamótum.
Í ár skal lagður kraftur í lagið það verður engin lognmolla yfir þessu. Jóhanna semur og flytur lagið. Henni til aðstoðar verður Halldór Gunnar Pálsson en eftir hann liggja nokkur þekktustu þjóðhátíðarlög seinni tíma..“

segir Ellert og bætir við að þjóðhátíðarnefnd sé gríðarlega spennt að fá að heyra lagið og er nokkuð viss um að það muni engan svíkja.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst