Krefja frambjóðendur og flokka um svör
21. apríl, 2007

Skemmst er frá að segja að enginn
stjórnmálaflokkur hefur svarað erindinu, enn sem komið er. Eftir því er líka
tekið hve sjaldgæft það er í kosningabaráttunni að frambjóðendur sjái ástæðu til
að víkja í máli sínu að þjóðlendulögunum og þeirri aðför að stjórnarskrárvörðum
eignarrétti sem varð landeigendum tilefni stofnunar landssamtaka 25. janúar
2007.
Meginkrafa Landssamtaka landeigenda er sú að jörð, með athugasemdalausu
og þinglýstu landamerkjabréfi, teljist eignarland. Sá sem haldi öðru
fram beri sönnunarbyrði fyrir máli sínu.
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þeirri dæmalausu framkvæmd þjóðlendulaganna sem
þjóðin hefur orðið vitni að undanfarin misseri. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa nú
nýlega samþykkt stefnuyfirlýsingar í æðstu valdastofnunum sínum þar sem gefinn
eru til kynna vilji til breyttra vinnubragða að þessu leyti.
�? Flokksþing framsóknarmanna ályktaði í mars 2007 að skapa bæri sátt um
eignarhald á landi með því að Alþingi og ríkisstjórn frestuðu frekari
framgangi þjóðlendumála, lögin yrðu endurskoðuð og kröfum yrði ekki
lýst í ný svæði.
�? Landsfundur sjálfstæðismanna ályktaði í apríl 2007 að þess yrði gætt í
hvívetna að eignarréttur landeigenda yrði virtur við meðferð
þjóðlendumála og þinglýstar eignarheimildir virtar ásamt öllum lögvörðum
réttindum sem jörðum fylgdu.
Ályktunirnar eru góðar svo langt sem þær ná en fögrum orðum verður að fylgja
sú athöfn að flokkar lýsi yfir, fyrir kosningar, hvað þeir hyggist nákvæmlega
fyrir í þessum efnum.
Landssamtök landeigenda á Íslandi hafa nú óskað eftir fundi með fjármálaráðherra
til að ítreka við hann sjónarmið sín og fá svör við brennandi spurningum.
Samtökin spyrja enn og aftur alla flokka og frambjóðenda til Alþingis 12. maí
2007:
�?tlið þið að beita ykkur fyrir því að breyta þjóðlendulögunum strax
í upphafi næsta kjörtímabils eða breyta framkvæmd núverandi
laga, ef þið komist í aðstöðu til slíks?

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst