Kristgeir Orri Grétarsson býður nú upp á golfkennsku fyrir byrjendur sem lengra komna. Kristgeir hefur hefur verið í kennaranámi PGA og mun útskrifast nú í maí n.k. sem PGA golfkennari. Kristgeir hefur lengi haft ástríðu fyrir golfinu en hann byrjaði um 12 ára gamall að leika sér í golfi og byrjaði svo að æfa að fullum krafti um 13-14 ára gamall. Kristgeir bíður bæði upp á kennslu úti og inni í golfhermi. Við náðum tali af Kristgeiri og fengum að spyrja hann nokkrar spurningar varðandi golfið.
Hvers konar kennslu býður þú upp á?
Ég býð uppá sveigjanlega kennslu sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Fyrir byrjendur legg ég áherslu á að kenna grunnatriði eins og rétt grip, líkamsstöðu og hreyfingu í golfsveiflunni. Fyrir lengra komna er kennslan sniðin að því að fínpússa tækni og svo framvegis. Kennslan er í formi einkakennslu, parakennslu og hópkennslu, allt eftir þörfum og óskum hvers og eins.
Hver eru algeng mistök sem þú sérð byrjendur í golfi oft gera?
Byrjendur hafa oft tilhneigingu til að setja of miklar kröfur á sig. Það er ekki óalgengt að heyra að þeir hafi mætt út á völl, fundist þau léleg og ákveðið þá að þetta sé ekki fyrir þau. Hins vegar byrjar enginn sem snillingur í neinni íþrótt – reynslan og lærdómurinn sem fylgir misstökum er lykillinn að framförum.
Hver eru þín helstu ráð fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í golfi?
Það er í rauninni bara að byrja á því að fara í kennslu og læra rétt grip, líkamsstöðu og sveiflu. Það er einnig mikilvægt að vera þolinmóður og hafa jákvætt hugarfar.
Hvað er það besta við golfið?
Það besta við golfið myndi ég segja að væri félagsskapurinn, en að sjálfsögðu er það líka hreyfingin sem er mjög góð. Góð keppni skemmtir heldur ekki og þegar það er eitthvað undir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst