Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu kynnti bók sína, Íslensk knattspyrna 2012 í vikunni. Bókina hefur Víðir gefið út undanfarna áratugi og nýtur hún alltaf mikilla hylli meðal knattspyrnumanna og – áhugamanna. Í tilefni útgáfunnar voru veittar viðurkenningar fyrir árangur sumarsins 2012, m.a. fyrir þá leikmenn sem gáfu flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna. ÍBV átti tvo fulltrúa í þessum hópi.