Mánudaginn 12. desember kl. 17:00 ætlar Kristinn R. Ólafsson að opna málverkasýningu í Einarsstofu, auk þess að lesa upp úr nýútkominni bók sinni „Þær líta aldrei undan“. Bókin er bæði á íslensku og spænsku.
Um bókina
Það er glæpamaður í Garðabæ, dularfullar konur á Kúbu sem líta aldrei undan og sveimhuga Bóluhjálmar á bak við tjöldin í Madríd. Og er þá fátt eitt nefnt. Smásögur Kristins R. Ólafssonar spanna allt frá glæpum og harmgáska til hins dularfulla ef ekki dulúðlega og eru ritaðar á mergjaðri íslensku Eyjamannsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst