Snemma móts var ljóst að tveir efnilegir Eyjapeyjar myndu blanda sér í toppbaráttuna, Kristófer og Daði Steinn voru í feiknaformi og öryggið uppmálað. �?að fór svo að hið óumflýjanlega gerðist-Eyjapeyjarnir mættust í síðustu umferð. Fyrir hana var Daði Steinn efstur á mótinu ásamt Friðriki �?jálfa með 6,5 vinninga af 7, Kristófer var með 6 vinninga, hafði tapað fyrir Friðriki fyrr í mótinu. Friðrik tapaði sinni skák í síðustu umferð og var því ljóst að Daði Steinn og Kristófer myndu berjast um titilinn-ekkert var gefið eftir, Daði Steinn náði mjög góðri stöðu og virtist vera með unnið tafl, þegar Kristófer náði að snúa á hann á laglegan hátt og vinna skákina og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Frétt frá TV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst