Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi kröfu á hendur Olís og Kers áður Esso, um bætur vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Útgerðin Dala-Rafn frá Vestmannaeyjum stefndi olíufélögunum tveimur og Skeljungi, vegna samráðsins.
Dala-Rafn keypti skipagasolíu af skeljungi á árunum 1996 til 2001, en bensín og díselolíu af félögunum öllum á tímabilinu. Samkeppniyfirvöld sektuðu olíufélögin fyrir ólöglegt samráð á þessum tíma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst