Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafnaði í dag kröfu minnihluta í eigendahópi Vinnslustöðvarinnar hf. (VSV) um lögbann við því að afhenda hlutabréf og ganga formlega frá málum í samræmi við nýlegan samning um sameiningu VSV og Ufsabergs útgerðar ehf. í Eyjum. Gerðarbeiðendur voru tvö félög í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, Stilla útgerð ehf. og KG fiskverkun ehf., og Guðmundur Kristjánsson í eigin nafni.