Um kl. 22 á föstudag sáu lögreglumenn á eftirlitsferð svartan reyk stíga upp af gámsvæði við Hrísmýri á Selfossi. Þegar betur var að gáð hafði verið kveikt í bílhræjum Lögreglumenn náðu skömmu síðar þremur unglingum á aldrinum 14 til 17 ára sem grunaðir voru um íkveikjuna. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir að viðstöddum fulltrúa barnaverndarnefndar. Drengirnir viðurkenndu að hafa átt hlut að máli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst