Kvíði í íþróttum og stofnfrumurannsóknir meðal annars á dagskrá
18. maí, 2017
Fimmtudaginn 4. maí kynntu væntanlegir útskriftarnemar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum lokaverkefnin sín fyrir framan nemendur, kennara, fjölskyldumeðlimi og aðra áhugasama gesti. Kynningin sem um ræðir er liður í nýjum skylduáfanga á nýrri námsbraut til stúdentsprófs. Kynningarnar tengdust flestar námsgreinum sem kenndar eru við skólann og er ljóst að nemendur hafa lagt mikið á sig við gerð þeirra. Í áfangalýsingu námskeiðsins segir m.a. að nemendur vinni að einu stóru rannsóknarverkefni sem þeir sjálfir velja, þó í samráði við kennara. Í lok annar gera nemendur síðan verkefnum sínum ítarleg skil í formi kynningar eins og áður segir.
Áfanganum er ætlað að skerpa undirbúning nemenda fyrir háskólanám, sérstaklega hvað varðar verklega leikni og hæfni til að afla áreiðanlegra gagna, vinna úr þeim og koma niðurstöðum sínum á framfæri. Í áfanganum fá nemendur tækifæri til að draga saman reynslu og fyrra nám í verkefnavinnu sinni. Nemendur þurfa að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, virkni, frumkvæði og þjálfa skipulagshæfileika sína, enda skipuleggja þeir vinnu sína undir almennri verkstjórn kennara. Gott tækifæri gefst til sérhæfðrar þekkingaröflunar og þjálfunar í aðferðafræði félagsvísindanna. Lokaverkefnið felur jafnframt í sér að nemandinn kynni afurðina á skýran og skapandi hátt og þjálfist í að útskýra og rökstyðja rannsóknarferlið, niðurstöður og að standa fyrir máli sínu og taka ábyrgð á eigin námi.
Fjölbreytt verkefni á dagskrá
Að þessu sinni voru níu verkefni á dagskrá og voru þau einkar fjölbreytt eins og sjá má á eftirfarandi upptalningu: Tanja Rut Jónsdóttir: Hvað veldur tíðum krossbandaslitum knattspyrnukvenna? Friðrik Hólm Jónsson: Hver eru áhrif höfuðmeiðsla á íþróttamenn? Eva Maggý Einarsdóttir: Hvernig hafa samfélagsmiðlar áhrif á sjálfsímynd okkar? Margrét Björk Grétarsdóttir: Rafbílar: Hver er ávinningur Íslendinga við innleiðingu þeirra? Sandra Dís Sigurðardóttir og Erla Rós Sigmarsdóttir: Hefur kvíði áhrif á íþróttaiðkun? Kristmann �?ór Sigurjónsson: Hvernig er hægt að nýta stofnfrumur í lækningaskyni?, �?lafur Ingi Sigurðsson: Hvaða áhrif hafa gróðurhúsaáhrifin á heiminn? Hersir Haraldsson: Hvað veldur auknum vinsældum hægri popúlisma í Evrópu? Margrét Júlía Ingimarsdóttir: Afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis og rétturinn til að gleymast á leitarvélum á internetinu.
Sandra Dís Sigurðardóttir og Erla Rós Sigmarsdóttir: Hefur kvíði áhrif á íþróttaiðkun?
�??Kvíði er tilfinning sem einkennist af spennu, áhyggjufullum hugsunum og líkamlegum breytingum eins og hækkandi blóðþrýstingi. �?að getur einnig haft líkamleg einkenni eins og aukinn svita, skjálfta, svima eða hraðan hjartslátt,�?? segja þær Sandra Dís og Erla Rós þegar þær byrja að ræða tilgang verkefnisins. �??�?að málefni sem er fjallað um er kvíði. Skoðað verður hvað er kvíði og hvort kvíði hafi áhrif á íþróttaiðkun, hefur hann áhrif á félagslífið eða okkar daglega líf og hvernig er hægt að hjálpa fólki í gegnum kvíða. Með rannsókninni munum við reyna að öðlast skilning á kvíða og skoða upplifun og reynslu fólks sem hefur kvíða og hvernig það hefur áhrif á þau í daglegu lífi, einnig til þess að fá innsýn inn í líf og aðstæður þeirra. Markmið með þessari rannsókn er að vita hvernig er best að höndla kvíða og halda honum í skefjum.�?? Til grundvallar þeirri spurningu er þremur öðrum undirspurningum svarað en þær eru svo hljóðandi: Hvað er kvíði? Hefur kvíði áhrif á félagslífið? Hvernig er hægt að hjálpa fólki í gengum kvíða?
�??Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kvíði meðal íþróttamanna getur haft gríðarleg áhrif á frammistöðu þeirra,�?? segja þær Sandra og Erla. �??Viðmælendurnir voru allir hræddir um að gera mistök og bregðast sjálfum sér svo sem liðsfélögunum og einnig setja þær of miklar kröfur á sig og pæla í útlitinu. Kvíði er mjög falinn meðal fólks og er kvíði mun algengari hjá konum heldur en körlum en við teljum hinsvegar að karlmenn feli hann mun meira og vilja ekki ræða um hann. Einnig er talið að strákar séu mun hamingjusamari en stelpur samkvæmt niðurstöðum úr PISA- rannsókn Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD sem fór fram árið 2015. 64% stelpna en 47% stráka segjast kvíða fyrir prófum jafnvel þegar þau eru vel undirbúin. Kynjamunurinn er mjög áberandi á Norðurlöndunum.
Margar leiðir eru til að koma í veg fyrir kvíðann og auðvelt er að fá hjálp ef þess þarf. Hægt er að fara í lyfjameðferðir og fá lyf ef einstaklingurinn þarf þess. Einnig er hægt að fá að tala við sálfræðing sem fer í gegnum allskonar aðferðir til að bæla eða stöðva kvíðann, aðallega er notuð hugræn atferlismeðferð. Misjafnt er hvernig einstaklingurinn upplifir kvíðann sem hrjáir hann. Einnig kom fram hjá einum viðmælanda okkar að hún talar um að hún finni ekki mikið fyrir andlegum einkennum en síðan nefnir hún nokkur einkenni eins og kökk í hálsinn og röddin byrjar að titra, hún fer alveg inn í sjálfa sig og lítið hægt að hafa samband við hana og helst vill hún ekki tala við neinn og við teljum að hún vilji ekki viðurkenna þessi andlegu einkenni eða einfaldlega átti sig ekki á því að hún er að glíma við kvíða.
Kvíði getur orðið mjög alvarlegur ef ekkert er gert við kvíðanum. �?að eru til þó nokkrar kvíðaraskanir eins og almenn kvíðaröskun, félagsfælni, einföld fælni, viðáttafælni og áfallastreita.�??
Kristmann �?ór Sigurjónsson: Hvernig er hægt að nýta stofnfrumur í lækningarskyni?
Eins og titillinn ber með sér þá er Kristmann, í sínu verkefni, að skoða hvernig hægt er að nýta svokallaðar stofnfrumur í lækningaskyni. Til að varpa frekara ljósi á viðfangsefnið svarar Kristmann nokkrum mikilvægum undirspurningum við gerð verkefnisins: Hvað eru stofnfrumur? Hvernig fara stofnfrumurannsóknir fram? Hver eru vandamálin sem standa frammi fyrir rannsakendum stofnfrumna? Og loks hvernig hægt er að yfirstíga þau vandamál?
Í niðurstöðum sínum segir Kristmann að �??stofnfrumur eru frumur sem myndast í líkama mannsins og geta sérhæfst í mismunandi tegundir frumna þegar líkaminn þarf á þeim að halda. Fósturstofnfrumur finnast einungis í fóstrum og geta sérhæfst í nánast hvaða frumur sem er á meðan fullorðins stofnfrumur finnast á mismunandi stöðum í mannslíkamanum og sérhæfast einungis í þær frumur sem tilheyra þeim svæðum sem stofnfrumurnar eru frá.
Rannsóknir á stofnfrumum fara fram annars vegar þegar fósturstofnfrumur eru teknar úr kímblöðrum og gerðar úr þeim stofnfrumulínur og hins vegar þegar ákveðnar tegundir fullorðins stofnfrumna eru teknar úr líkamanum og rannsakaðar.
Stofnfrumur geta verið notaðar til að skapa nýja vefi sem koma í stað þeirra sem skemmst hafa og því hjálpað fólki að sigrast á ýmsum áverkum og kvillum eins og lömun og MS. Stofnfrumur eru notaðar við lyfjaprófanir þar sem hægt er að sérhæfa þær í mismunandi tegundir vefja og sjá hvernig áhrif lyfin hafa. Einnig er útlit fyrir að hægt verði að nýta stofnfrumur til þess að búa til ný líffæri úr frumum sjúklinga sem þurfa á ígræðslu að halda og mun það líkast til minnka biðlista og hættu á því að ónæmiskerfi sjúklingsins hafni líffærinu.
�?egar talað er um uppgang rannsókna á fósturstofnfrumum og nýtingu þeirra til lækninga er spurning um siðferði þeirra. �?egar umræðan færist yfir á fullorðins stofnfrumur og nýtingu þeirra í meðferð á íþróttamönnum er hægt að velta því fyrir sér hvort stofnfrumurnar geri nokkuð þar sem sönnunargögn því til stuðnings eru af skornum skammti. Ekki má heldur gleyma því að ekki eru miklar reglur um nýtingu stofnfrumna til lækninga um allan heim og óprúttnir aðilar geta og hafa nýtt sér það til gróða. Fólk sem þarf nauðsynlega á hjálp að halda eyðir miklum fjármunum í þeirri von að læknast en möguleiki er á að í stað lækningar muni stofnfrumurnar fjölga sér óstjórnlega og mynda æxli.
Hvað er hægt að gera í því? �?egar stórt er spurt er oft fátt um svör en mögulega væri hægt að herða reglugerðir um stofnfrumur, það myndi líklega gera óheiðarlegum aðilum erfiðara fyrir að svindla á fólki en þar sem ekki eru allir á eitt sáttir með rannsóknir á stofnfrumum yfir höfuð þá gæti það veitt þeim hljómgrunn sem vilja hefta vinnu vísindamanna.
�?nnur lausn gæti verið að fjölga rannsóknum og auka þekkingu fólks á stofnfrumum og áhættunni sem fylgir slíkum meðferðum. Aukin þekking getur einungis verið góður hlutur þegar kemur að vísindum og rannsóknum, eins og stofnfrumum og möguleikunum sem þær bjóða upp á, ættu að vera eins margar og auðið er.
Stofnfrumur eru merkilegt fyrirbæri og geta sennilega lengt líftíma og aukið lífsgæði fjölda fólks. �?ær hafa verið rannsakaðar af aragrúa vísindamanna í fjöldamörg ár og miklar framfarir orðið á því sviði. �?rátt fyrir það er mikið sem við vitum ekki og því er æskilegt að spyrja: Hvaða skref er eðlilegt næsta skref? Verður rannsóknum á þessu sviði einhvern tíma lokið? Og verðum við mannfólkið einhvern tíma sammála um málefnið?�??
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.