Kvöldlóa sást í Eyjum
14. júlí, 2014
Kvöldlóa sást á Heimaey á laugardaginn og var hún enn á sama stað í morgun. Kvöldlóa er náskyld sandlóu og nauðalík henni. Kvöldlóan er þó sjónarmun minni, brjóstbandið er aðeins mjórra, hún hefur þunnan gulan augnhring, hún er ekki með eins áberandi hvíta augnrák bak við augað, hvíti liturinn nær hærra upp á nefið, goggurinn er aðeins styttri og svo hefur hún smá fit á milli tánna. �?að skal þó tekið fram að erfitt er að sjá mörg þessara einkenna án þess að hafa fuglinn í hendi eða ná af honum myndum. Kvöldlóa er algeng vestanhafs er sárasjaldgæf í Evrópu ef frá eru skyldar Azoreyjar. �?etta er í annað sinn sem kvöldlóa sést á Íslandi, sú fyrsta fannst í Sandgerði árið 2004.
setur.is
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst