Sighvatur Bjarnason er nú kominn til Indlands á leið sinni umhverfis heiminn á 80 dögum. Hann segir það mikinn léttir að komast frá Pakistan, yfir til Indlands en í fyrrnefnda landinu ríkir mikil tortryggni í garð vestrænna ríkja. Nú er hann staddur í Dehli og er búinn að kaupa sér mótorfák. Sighvatur fær því að kynnast umferðarmenningu heimamanna í návígi.