Vegna skrifa Sigursveins �?órðarsonar formanns og Jarls Sigurgeirssonar varaformanns framkvæmda og hafnarráðs, þar sem fram kemur að framkvæmdastjóri sviðsins hafi upplýst þá, formenn ráðsins, um fyrirhugaðar breytingar varðandi starf slökkviliðsstjóra. �?að getur verið rétt, en þær voru aldrei kynntar undirrituðum, eins og kemur réttilega fram hjá formönnunum!
Í yfirlýsingu formannana segir:
�??�?ví er rétt eins og fram kemur í grein framkvæmdastjóra að hann hafi kynnt fulltrúum ráðsins fyrirhugaðar breytingar og einnig er rétt eins og fram kemur í skrifum fulltrúa E-listans að �??Ráðning slökkviliðsstjóra hafi aldrei verið rædd eða samþykkt af umhverfis og skipulagsráði eða hafnar og framkvæmdaráði.�?��?�
Finnst þessum ágætu formönnum rétt af framkvæmdastjóra sviðsins að segja í skrifum sínum að hann hafi kynnt fulltrúum ráðsins fyrirhugaðar breytingar ef hann hefur eingöngu kynnt þær sumum fulltrúum ráðsins? Okkur finnst það rangt og það beri einfaldlega að leiðrétta!
�?ll laus störf skulu auglýst
Í starfsmannastefnu Vestmannaeyjabæjar segir orðrétt:
�??�?ll laus störf hjá Vestmannaeyjabæ önnur en afleysingarstörf skulu auglýst í samráði við viðkomandi stjórnendur.�??
Væri kannski ráð að formennirnir könnuðu hvort starf slökkviliðsstjóra hefði verið auglýst til umsóknar?
Svo er líka spurning hvort ekki sé eðlilegt að ræða það í fagráðum ef sameina á störf? Er nokkuð bannað að hafa skoðun á því?
Stefán Jónasson
Georg Arnarson