�?að furða sig kannsk einhverjir á breyttu útliti blaðsins sem kom út i dag, breytt útlit þýðir nefnilega nýtt tímabil. �?mar Garðason ætlar hér með að létta af sér ábyrgðinni, fara að skrifa um það sem honum er hugleikið og setja keflið í hendurnar á mér. �?g vil kalla þetta kynslóðaskipti á Strandveginum, �?mar var allavega byrjaður sinn farsæla blaðamannaferil á Eyjafréttum þegar ég var að fæðast.
�?að er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að taka við og leiða Eyjafréttir inní nýtt tímabil, ég lít svo á að eigendur Eyjasýnar séu þar með að fjárfesta í framtíðinni. �?að er nákvæmlega það sem Vestmannaeyjar þurfa, ungt og menntaðarfullt fólk sem er til í að keyra skipið áfram.
�?að er í raun magnað að í yfir 40 ár hefur verið gefið út bæjarblað í Vestmannaeyjum og það einu sinni í viku með fullt af efni og alltaf er reynt að hafa eitthvað fyrir alla. Planið er að halda þessu áfram ásamt því að stíga vel inní nútímann með nýrri og öflugri heimasíðu sem unnið er að.
Vestmannaeyjar eru frábærar, hafa uppá svo margt að bjóða en ekkert er fullkomið. Við ætlum að taka á öllum þessum þáttum og skila til ykkar einu sinni í viku, blaði fullt af efni sem tengist Vestmannaeyjum beint og óbeint. Sumt efni verður á sínum stað ásamt ýmsum nýjungum.
Einu sinni í mánuði verður aukablað með tilteknu þema sem við höfum verið að gera við góðar undirtektir.
Við lofum skemmtilegu, lifandi og upplýsandi blaði inn um lúguna þína í hverri viku og minnum þig á kæri Eyjamaður að áskrift tryggir útgáfu.