Vorhátíð Landakirkju verður haldin sunnudaginn 29. apríl nk. Á hátíðinni kennir ýmisa grasa en hún hefst með fjölskyldumessu á sunnudagsmorgun kl. 11:00 þar sem Sunday School Party Band mun leika undir söng kirkjugesta, biblíusagan verður á sínum stað og mikið verður sprellað. Að lokinni messu býður sóknarnefnd kirkjugestum í grillaðar pulsur og með því og leiðtogar í barna- og unglingastarfi sjá um leiki fyrir börnin.
Kl. 20:00 bjóðum við svo Eyjamönnum upp á kraftmikla gospelmessu en Kór Landakirkju hefur undanfarnar vikur lagt hart að sér við undirbúning hennar undir stjórn Kitty Kovács. Kórnum til halds og trausts verða svo Messuguttarnir sem að þessu sinni skipa trommuleikarinn Birgir Nielsen, bassaleikarinn Kristinn Jónsson og gítarleikarinn og æskulýðsfulltrúinn Gísli Stefánsson. Kitty Kovács stjórnandi kórsins leikur undir á píanó. Fjöldi einsöngvara mun syngja mun syngja í messunni, þau Guðlaugur �?lafsson, Andra Hugó Runólfsson, Sæþór Vídó �?orbjarnarson, Marta Jónsdóttir og Edda Sigfúsdóttir. Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi Landakirkju mun svo predika. Við skorum á alla að láta þetta ekki framhjá sér fara.