Landeyjahöfn á að veita okkur þjónustu í 12 mánuði á ári
23. júní, 2011
Siglingar Herjólfs hafa það sem af er sumri gengið afar vel. Bæjarbragurinn ber sterk einkenni þessa og fáum dyljast þau sóknarfæri sem samfélagið hefur fengið með tilkomu Landeyjahafnar. Kálið er þó ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Verði ekki gripið til aðgerða og framkvæmda er hætt við að næsti vetur verði okkur Eyjamönnum jafn erfiður og sá seinasti.