Siglingastofnun segir að útlit sé fyrir að dæluskipinu Skandia takist í dag að ljúka lágmarksdýpkun í Landeyjahöfn svo hægt sé að opna höfnina. Hins vegar verði ekki hægt að mæla dýpið fyrr en veður gengur niður og það gerist væntanlega ekki fyrr en um næstu helgi. Muni þá koma í ljós hvort dýpið sé nægjanlegt eða hvort grynnkað hafi vegna sandburðar.