Landeyjahöfn var opnuð aftur í gær, miðvikudag, í fyrsta sinn í sléttar 16 vikur. Síðast sigldi Herjólfur í Landeyjahöfn miðvikudaginn 12. janúar. Þótt ekki sé búið að ná fullri dýpt í og við höfnina er þungu fargi létt af Eyjamönnum enda hafa samgöngur eftir áramót færst áratugi aftur í tímann með tilheyrandi afleiðingum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Siglingastofnun verður dýpkunarframkvæmdum haldið áfram þangað til fullri dýpt verður náð.