Landeyjahöfn í dag
10. apríl, 2012
Herjólfur siglir í Landeyjahöfn í dag en enn er siglt samkvæmt flóðatöflu. Skipið fer þrjár ferðir, frá Eyjum klukkan 8:00, 18:00 og 20:30 en frá Landeyjahöfn klukkan 9:30, 19:00 og 21:30. Þeir farþegar sem áttu bókað frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar kl. 08:00 færast í 08:00 ferðina til Landeyjahafnar, þeir sem áttu bókað í ferð 11:45 frá Þorlákshöfn færast í 09:30 ferðina frá Landeyjahöfn, þeir farþegar sem áttu bókað frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar kl. 15:30 færast í 18:00 ferðina til Landeyjahafnar og þeir sem áttu bókað í ferð 19:15 frá Þorlákshöfn færast í 19:00 ferðina frá Landeyjahöfn.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst