Landeyjahöfn verður lokuð fram á fimmtudag, skírdag en þetta kemur fram í vikulegri spá Siglingastofnunar sem er birt á vef hennar, www.sigling.is. Þar segir jafnframt að á morgun, þriðjudag muni liggja fyrir frekari upplýsingar um stöðu hafnarinnar en Landeyjahöfn hefur verið lokuð í rúma þrjá mánuði.