Lands­bank­inn og Spari­sjóður Vest­manna­eyja renna sam­an
29. mars, 2015
Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur tekið ákvörðun um samruna Lands­bank­ans og Spari­sjóðs Vest­manna­eyja frá og með í dag. Mun starf­semi úti­búa spari­sjóðsins hald­ast óbreytt fyrst um sinn og allir starfsmenn Sparisjóðins urðu starfsmenn Landsbankans. �?ll útibú munu opna á hefðbundnum tíma á morgun, mánudaginn 30.mars.
Samrun­inn er til kom­inn þar sem Spari­sjóður Vest­manna­eyja hef­ur um nokk­urt skeið ekki upp­fyllt lög­bundn­ar kröf­ur um eigið fé og þurfti því að finna lausn­ir á fjár­hags­vanda sín­um. Var ákvörðunin um samruna tek­in í dag klukk­an 15. Stofn­fjár spari­sjóðsins er metið á 332 millj­ón­ir króna við samrun­ann. Er matið háð hugs­an­leg­um leiðrétt­ing­um en get­ur aldrei orðið minna en 50 millj­ón­ir og aldrei meira en 550.
Sem end­ur­gjald fyr­ir stofn­fé spari­sjóðsins fá fyrr­um stofn­fjár­eig­end­ur spari­sjóðsins hluta­bréf í Lands­bank­an­um sem nem­ur tæp­lega 0,15% af út­gefnu hluta­fé bank­ans og er end­an­leg­ur hlut­ur háður mati á virði stofn­fjár sjóðsins.
Í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um seg­ir að áhersla verði lögð á að efla þjón­ustu við viðskipta­vini og sam­skipti þeirra við bank­ann. Munu öll úti­bú spari­sjóðsins opna á venju­bundn­um tíma á morg­un og munu reikn­ing­ar og reikn­ings­núm­er hald­ast óbreytt fyrst um sinn.
�??Stjórn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja hef­ur að und­an­förnu leitað leiða til að tryggja rekstr­ar­grund­völl sjóðsins. Með sam­komu­lagi við Lands­bank­ann hef­ur náðst far­sæl niðurstaða sem trygg­ir hag sjóðsins, eig­enda hans og viðskipta­vina og al­manna­hag á þeim stöðum þar sem spari­sjóður­inn hef­ur starf­semi. Vegna stöðu spari­sjóðsins var óhjá­kvæmi­legt að leita sam­starfs við traust­an aðila til framtíðar og við vilj­um þakka Lands­bank­an­um fyrr sam­starfið á und­an­förn­um dög­um,�?? seg­ir �?or­björg Inga Jóns­dótt­ir, frá­far­andi stjór­n­ar­formaður Spari­sjóðs Vest­manna­eyja í til­kynn­ingu til fjöl­miðla.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir einnig í sömu tilkynningu �??Sparisjóður Vestmannaeyja hefur gengt mikilvægu hlutverki á þeim stöðum þar sem hann hefur haft starfsemi. Landsbankinn mun leggja sig fram um að taka vel á móti viðskiptavinum sparisjóðsins og sinna þeim eins og best verður á kosið. Við leggjum áherslu á að samþætting í kjölfar samrunans gangi vel og hratt fyrir sig til þess að tryggja öfluga fjármálaþjónustu á þessum svæðum. �?g býð viðskiptavini sparisjóðsins velkomna í Landsbankann.�??

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst