Fyrr í dag fór fram fyrirtaka í matsmáli Vestmannaeyjabæjar þar sem þess var krafist að dómkvaddir verði tveir hæfir, sérfróðir og óvilhallir matsmenn til að meta verðmæti stofnfjár Sparisjóðs Vestmannaeyja þegar sjóðurinn var á þvingaðan máta neyddur til samruna við Landsbanka Íslands.
Til upprifjunar þá var þessu máli þannig háttað að lausafjárstaða var í raun góð þegar sparisjóðurinn fékk 5 daga til að auka eigið fé. Sá skammi tímafrestur var verulega frábrugðinn og meira íþyngjandi en áður hafði verið gert hvað varðar til dæmis SPKef og Byr. �?etta reyndist verða banabiti Sparisjóðs Vestmannaeyja sem í framhaldi var yfirtekinn af Landsbankanum.
Kaupandi með langtum meiri upplýsingar um verðmæti en seljandi
Stofnfjárheigendur höfðu þar eftir nánast enga aðkomu að yfirtöku Landsbankans og hafa frá upphafi talið að óvissa sé um hvort verðmæti stofnfjár hafi verið rétt metið. Jafnvel var svo langt gengið að �??kaupandi�?? þessara eigna (Landsbankinn) reyndist hafa upplýsingar um verðmæti eignarinnar langt umfram það sem �??seljandinn�?? (stofnfjáreigendur) hafði. Til að finna út verðmætið hefur nú verið farið fram á hlutlaust verðmætamat á eignarhlutanum.
FME gerir ekki athugasemd við hlutlaust mat
Við fyrirtökuna bókaði Fjármálaeftirlitið að stofnunin legðist ekki gegn dómkvaðningu matsmanna. Landsbankinn neitar hinsvegar með öllu að láta slíkt mat fara fram. Okkur �??fyrri hönd stofnfjáreigenda- er því nauðugur sá kostur að leita til dómstóla. �?að er fráleitt að stofnfjáreigendur fái ekki hlutlausar upplýsingar um verðmæti þess eignahluta sem í raun var af þeim tekinn og ekki hægt annað en að láta reyna á kröfuna fyrir dómstólum. Landsbankinn verst þó við gólf og lagði í dag fram greinagerð þar sem gerð er sú krafa að beiðni okkar um dómkvaðningu verði hafnað.
Ríkið í öllum stólunum við borðið
Rétt er að taka fram að afstaða okkar hjá Vestmannaeyjabæ byggir á samtali og samstarfi við aðra eigendur að Sparisjóði Vestmannaeyja. Við teljum það með öllu óeðlilegt og ósanngjarnt að eignir fólks séu yfirteknar á þennan máta án þess að fyrir liggi svo mikið sem mat á eignarsafninu. �?að liggur fyrir að ríkið fór með ferðina í sparisjóðnum sem meirihlutaeigandi og með þrjá stjórnarmenn af fimm. �?að liggur líka fyrir að ríkið rekur Fjármálaeftirlitið, ríkið rekur Samkeppnisefitirlitið og ríkið rekur Bankasýsluna auk þess sem ríkið rekur Landsbankann. Í ljósi þess að ríkið er alls staðar við borðið verður að teljast mjög mikilvægt að meðalhófs sé gætt gagnvart Vestmannaeyjabæ og öðrum eigendum,
Ekki eingöngu verður að telja líkur fyrir að meðalhóf hafi verið brotið heldur er höfuðið svo bitið af skömminni með því að neita eigendum um sanngjarnt mat á þeirri eign sem er af þeim tekinn.
Hafi slíkt fengið viðgengist í viðskiptum á Íslandi þá vona ég að sá tími sé liðinn. Á það munum við í öllu falli láta reyna.
(Að gefnu tilefni er rétt að skýrt komi fram að hvorki Vestmannaeyjabær né aðrir stofnfjáreigendur hafa horn í síðu útibúsins í Vestmannaeyjum, starfsmanna né annarra þátta í rekstri bankans. Málið snýst um sanngirni og að hagsmuna stofnfjáreigenda sé gætt.)
Elliði Vignisson birti þennan pistil á heimasíðu
sinni.