Ari Trausti Guðmundsson uppskar fyrir Vinstri græna þegar hann leiddi flokkinn í Suðurkjördæmi í alþingiskosningum í haust. Fylgið jókst verulega frá kosningunum á undan sem skilaði honum örugglega á þing. Ari Trausti er fæddur 1948, er jarðvísindamaður og hefur sinnt ráðgjöf og kennslu á því sviði. Auk þess hefur hann starfað við fjölmiðla, unnið við ferðaþjónustu auk viðamikilla ritstarfa og hefur hann m.a. gefið út skáldsögur og sjö ljóðabækur. Ari Trausti var meðal frambjóðenda í forsetakosningunum 2012. Var því ekki alveg óreyndur þegar kom að því að taka slaginn í kosningum til Alþingis.
Ari Trausti var í Vestmannaeyjum í síðasta mánuði og hélt opinn fund auk þess að fara á milli staða til að hlusta á fólk. �?ar voru heilbrigðismálin ofarlega á baugi og stuttu seinna lagði hann fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra og spurðist fyrir um kostnað við sjúkraflug til Vestmannaeyja og fleira. Svarið er í vinnslu.
�??Fyrir forsetakosningarnar 2012 fór maður um allt land og baráttan þá stóð lengur en þessi snarpa senna núna. �?annig að ég hef nokkra reynslu í þessu og fjölbreyttum störfum þar fyrir utan. �?etta var bara skemmtilegur tími,�?? sagði Ari Trausti í spjalli við Eyjafréttir um aðdraganda þess að gaf kost á sér í kosningunum í haust.
Ákvað að slá til núna
Var leitað til þín um að fara fram fyrir Vinstri græna í Suðurkjördæmi? �?? �?að hefur verið leitað til mín nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Af því að ég er vinstri maður hefur það alltaf verið á þeim vængnum. �?g hef alltaf sagt nei og síðast eftir forsetakosningarnar þegar leitað var eftir því hér í Suðurkjördæmi. Ástæðan fyrir því að ég hef sagt nei er einfaldlega vegna þess að ég hef verið í svo mörgum skemmtilegum verkefnum. Verið lausamaður í áratugi og tímdi ekki að hætta þeim. Núna hugsaði ég sem svo, að nú væri rétti tíminn kominn og talaði við Vinstri græna og í dag er ég inni á þingi,�?? sagði Ari Trausti sem getur unað glaður við árangur VG í kjördæminu.
�??Við náðum að tvöfalda fylgið miðað við það sem var síðast. Mér skilst að þá hafi munað sáralitlu að sú sem var í fyrsta sæti hafi komist inn. �?ó ekki hafi tekist að koma inn öðrum manni núna nýttist atkvæðamagnið til að koma inn uppbótarþingmanni annars staðar.�??
�?lík hugmyndafræði
Var eitthvað sem kom þér á óvart í kosningslagnum og eftir kosningarnar? �??�?að sem hefur komið mér á óvart, fyrir og eftir kosningarnar er hversu mikið er að hér í kjördæminu þegar kemur að innviðunum og velferðinni. Og hve margir úr ólíkum flokkum voru sammála um að bæta þyrfti í hér og þar. Svo hinsvegar þegar kom til tilrauna til efnda skarst í odda og spurt var: Hvar eigum við að taka fé í það? �?á tók að steyta á ólíkri hugmyndafræði. �?að sem ég á við eru heilbrigðismálin, skólamál, vegamál, ástand margra ferðamannastaða og það sem við getum kallað byggðastefnu. Jákvæða og framsækna byggðastefnu, því mín tilfinning er að gjáin á milli suðvesturhornsins og annarra landshluta sé að breikka þrátt fyrir fögur orð.�??
Hið skrýtna ástand í þinginu eftir kosningar áður en tókst að mynda ríkisstjórn kom Ara Trausta líka á óvart. �??�?ar var því stýrt sem þurfti að stýra án afskipta ríkisstjórnar og án meiri- og minnihluta. �?etta kom ekki bara mér á óvart heldur flestum þingmönnum.�??
�?að gekk þó bærilega. �??Já, eins og þegar kom að fjárlögunum tók fólk sig saman um að komast að niðurstöðu. Tekjuhliðin þar er upp á 750 til 760 milljarða og þar tókst að bæta tólf milljörðum við í helstu málaflokka. Við Vinstri græn tókum þátt í þessu en fluttum svo nokkrar breytingatillögur til að útlista það sem við hefðum viljað sjá. �?ær voru felldar en okkur þótti nauðsynlegt að útskýra með þeim hvað við vorum að fara.�??
Vorum tilbúinn að gefa eftir
Staðan á þingi er svo lítið sérstök. Fleiri flokkar en við höfum séð áður og dreifðara fylgi. �?að tók langan tíma að mynda ríkisstjórn. �?að er mín tilfinning að margt fólk á landsbyggðinni og víðar hafi horft til ríkisstjórnar með aðkomu Sjálfstæðisflokks og VG. �?essir flokkar ræddu óformlega saman án þess að ná landi. �??Já, við ræddum saman en niðurstaðan var að það væri of langt á milli flokkanna. Hitt var líka að Vinstri grænir voru búnir að gefa það út að við reyndum að mynda félagshyggjustjórn. Auðvitað varð að standa við orðin og láta reyna á það. �?egar Katrín (Jakobsdóttir) fékk umboðið var það hjónaband Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem stóð í veginum.
�?að var ekki sundur slitið hvað sem tautaði og raulaði. �?að gerði það að verkum að eini fimm flokka möguleikinn sem hægt hefði verið að kalla frjálslynda miðjustjórn var að tala við þennan tvíhöfða flokk. Hefði Björt framtíð slitið sig frá Viðreisn hefðum við getað myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokknum en það var ekki í boði. Í tveimur viðræðulotum steytti alltaf á sama málinu, ríkisfjármálum. �?rbæturnar sem menn voru nokkuð sammála um, jafnvel í sjávarútvegsmálum, voru þess eðlis að þarna skarst í odda milli okkar og Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í bæði skiptin hafði Benedikt Jóhannesson frumkvæði að því að stöðva ferlið. �?að voru ekki Vinstri græn sem slitu heldur Benedikt sem sagði, eins og hann hafði fullan rétt til: – Mér líst ekki á þetta. Við vorum því sammála eftir umræður. �?á var sjálfhætt.�??
Snerist um tekjuöflun.
Niðurstaðan úr þessu var að nú sitjum við uppi með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Ari Trausti segir að það sé ekki við Vinstri græn ein að sakast. �??�?etta snerist ekki um einhverja málamiðlun í hinum ýmsu málaflokkum, heldur um tekjuöflun ríkisins. Við getum kallað það skattheimtu á efnafólk og stórfyrirtæki. Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn reyndi aldrei á þetta í formlegum viðræðum og núverandi ríkisstjórn er held ég, fyrirkvíðanleg , ekki hvað síst fyrir landsbyggðina.�??
�?á liggur beinast við að spyrja, hvernig líst þér á ríkisstjórnina? �??�?g vil ekki dæma hana heilt yfir fyrirfram. Mér finnst þó landsbyggðarprófíllinn slakur og harðar hægri lausnir áberandi,�?? svaraði Ari Trausti.
�??�?g get hins vegar lesið í stjórnarsáttmálann sem er að hluta til mjög almennur. �?ar eru líka atriði sem eru fyrirboði þess sem kann að koma innan um ágæt markmið. Grundvallaratriðið er ein setning sem er sú, að allar meiriháttar lausnir til úrbóta í þessum helstu málaflokkum, tekjuöflunin þar verður að koma úr hagsveiflunni, rúmast innan hennar. Ekki koma úr aukatekjum til ríksins, það er þaðan sem nægir peningar eru til fyrir.
�?etta þýðir með öðrum orðum að þegar koma inn meiri peningar í kassann út af fjölgun ferðamanna, auknum afla eða öðru má taka eitthvað af því til að styrkja innviðina. �?etta tel ég ekki ásættanlegt. Bæði þarf að flýta þessum umbótum og hitt er að hagsveiflan er ekkert trygg. �?etta finnst mér vera meginatriðið með þessa ríkisstjórn. Tel að hún sé ekki sú umbótastjórn sem okkur vantar. �?að er búið að bremsa það af að sækja fjármagn til þeirra sem eiga yfrið nóg og það er ekki góð latína. En vissulega mun stjórnarandstaðan styðja allt sem horfir til framfara. �?að er hennar hlutverk. �?tlar ekki að vera púkinn á fjósbitanum, alltaf og alls staðar,�?? sagði Ari Trausti að endingu.