Lára Skæringsdóttir kennari, hárgreiðslukona og nú jóga kennari útskrifaðist Jógakennaranáminu árið 2023, en það sem hrinti henni af stað út í námið var að henni langaði til að taka aðeins til í hausnum á sér, læra eitthvað nýtt til að gera notið ,,seinni helmingsins” betur og unnið úr gömlum áföllum.
Lára segist samt hafa stundað jóga með hléum í áratugi, en henni hafi langað til að dýpka og auka þekkingu og færi á þessu sviði. Lára mun halda fjögra vikna Jóga Nidra námskeið í Hressó sem hefst miðvikudaginn 16. nóvember. Við fengum að spyrja Láru aðeins nánar út í námskeiðið.
Hvað er Jóga Nidra er og hvernig það er frábrugðið öðrum tegundum af Jóga?
Í Jóga Nidra er líkaminn að mestu í hvíld og við sameinum hugleiðslu og slökun ólíkt því þegar við erum að vinna með líkamann eins og í Yang og Yin Jóga. Það eina sem þú þarft að gera í Jóga Nidra er að hlusta, og beina athyglinni á þá staði sem er talað um. Við leyfum okkur að finna og upplifa slökun og kyrrð hugans. Ávinningurinn af því að stunda Jóga Nidra er aukið andlegt jafnvægi, við drögum úr streitu, kvíða og þunglyndi, bætum líkamsmeðvitund og vellíðan.
Fyrir hverja er Jóga Nidra?
Jóga Nidra er fyrir alla sem vilja vinna í sjálfum sér, auka þroska og öðlast færni til að losa sig við stress, bæta lífsgæði og læra að heila sig sjálfan.
Hvað eiga nemendur von á að læra námskeiðinu?
Nemendur munu öðlast færni til að kyrra hugann með því að fylgja leiddri hugleiðslu, losa sig við stress, álag og áreiti og koma endurnærðir úr hverjum tíma. Einnig lærum við að meta mikilvægu hlutina í lífi okkar betur, stunda núvitund og ekki síst bæta svefninn eða gæði hans. Við munum líka vinna með markmið í hverjum tíma til að bæta hugsun og þar með tileinka okkur ný viðhorf, auðvelda okkur breytingar og þær áskoranir sem verða á vegi okkar í lífinu.
Þarf fólk að hafa reynslu af Jóga til að mæta á námskeiðið?
Nei alls ekki, það geta allir verið með óháð fyrri reynslu eða aldri.
Skáning fer fram í Hressó.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst