Varnargarður við ósa Markarfljóts sem ætlað er að draga úr efnisframburði fljótsins að Landeyjahöfn laskaðist í óveðrinu á dögunum. Frá þessu er sagt á mbl.is. �?ar segir einnig að samkvæmt upplýsingum G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, losnuðu steinar úr garðinum, aðallega þeir minni. Skemmdirnar hafi ekki orðið það miklar að dregið hafi úr virkni garðsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst