Látum ljósin loga
3. janúar, 2013
Miðvikudaginn 23. janúar verða 40 ár liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. Vestmannaeyjabær mun standa fyrir þakkargjörð þann dag og mun formleg dagskrá hefjast síðdegis og ná hámarki með blysför, þar sem bæjarbúar munu safnast saman og ganga fylktu liði frá Landakirkju niður á Básaskersbryggju til að minnast þess þegar Vestmannaeyingar þurftu að yfirgefa heimili sín og halda til hafnar. Dagskráin verður send á hvert heimili í Vestmannaeyjum auk þess sem hún verður kynnt í fjölmiðlum. Er það von okkar að sú samstaða sem Eyjamenn hafa löngum verið þekktir fyrir muni leiða til þess að flestir þeir sem eigi heimangengt, muni taka þátt í þessari þakkargjörð.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst