„Í vikunni fór fram fjórði flutningurinn á seiðum frá klakstöð yfir í startfóðrun (RAS 1). Þessi áfangi er alltaf sérstakur, sama hve oft hann er framkvæmdur, enda mikilvægur hluti af vaxtarferli seiðanna,“ segir á Fésbókarsíðu Laxeyjar í gær.
Seiðin voru flutt úr seiðaeldisstöð Laxeyjar við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í eldisstöðina í Viðlagafjöru. Er gert ráð fyrir slátrun í haust.
„Með góðum undirbúningi, nákvæmni og skipulagi gekk flutningurinn snurðulaust fyrir sig og allt fór fram samkvæmt áætlun. Samstarf og fagmennska skilar alltaf árangri!“ eru lokaorð færslunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst