Laxey og AKVA Group áfram í samstarfi
13. apríl, 2024
laxey_akva_24_la
Áframhaldandi samstarf Laxey og AKVA Group handsalað. Ljósmynd/Laxey

Í dag var tilkynnt um að samstarf Laxeyjar og AKVA Group haldi áfram. Á facebook síðu Laxeyjar er að það sé með stolti og ánægju sem tilkynnt sé um áframhaldandi samstarf við AKVA Group.

„Samstarf Laxey við AKVA Group við uppsetningu á seiðastöðunni, sem notar RAS tækni, gekk mjög vel. Það var því auðvelt ákvörðun að halda samstarfinu áfram með áframeldið út í Viðlagafjöru með AKVA Group sem mun vera okkur til halds og traust við uppsetningu á áframeldinu okkar. Stöðin út í Viðlagafjöru mun nota gegnumflæðisstreymi að mestu leyti, sjórinn er endurnýttur til hitunar áður en honum er skilað í sjóinn. Við hlökkum því til áframhaldandi samstarfs og framtíðarinnar með AKVA Group innanborðs í þessari vegferð sem LAXEY er í.“

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst