Það var slegið upp veislu í Laxey í síðustu viku þegar því var fagnað að fyrstu hrognin eru komin í hús og skrifstofur að verða klárar. Þangað mættu eigendur, starfsfólk og fulltrúar fyrirtækja sem komið hafa að verkinu, alls um 100 manns.
„Í dag var stór dagur hjá okkur í Laxey. Við tókum á móti fyrstu hrognunum frá Benchmark. Þrír fulltrúar frá Benchmark komu til okkar og afhentu hrognin. Það var mikill spenningur og gleði hjá okkar fólki í allan dag enda stórum áfanga náð,“ segir á heimasíðu Laxeyjar.
Forseti bæjarstjórnar Páll Magnússon afhenti Sigurjóni Óskarssyni fulltrúa eigenda myndarlegan blómvönd frá bæjarstjórn af tilefni tímamótanna.
Myndir Laxey.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst