Hafrannsóknastofnunin leggur til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að heimilaðar verði veiðar á 130 þúsund tonnum af loðnu í vetur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni í dag sem lesa má hér að neðan. Þar kemur m.a. fram að áætlað er að hrygningarstofn loðnunnar sé 530 þúsund tonn en samkvæmt gildandi reglum er gert ráð fyrir að 400 þúsund tonn séu ávallt skilin eftir til hrygningar.