Leifur í úrvalsliði 1. deildar
23. apríl, 2014
Eyjamaðurinn Leifur Jóhannesson sem lék með �?rótti í 1. deildinni í handboltanum í vetur, er í úrvalsliði 1. deildar sem þjálfarar í deildinni völdu. �?að er vefurinn Fimmeinn.is sem stóð fyrir kosningunni. Leifur deilir reyndar stöðu hægri skyttu með fyrrum atvinnumanninum og landsliðsmanninum Einari Hólmgeirssyni en þeir urðu hnífjafnir í kosningunni. Leifur fór fyrir liði �?róttar í vetur, var lang markahæsti leikmaður liðsins með 111 mörk í 20 leikjum, sem gera ríflega fimm mörk að meðaltali í leik. Gera má ráð fyrir því að Leifur leiki ekki meira með �?rótti, sem endaði í næst neðsta sæti 1. deildar enda er hann að flytja aftur til Eyja í sumar.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst