Leigflugið ehf, Air Broker Iceland á ensku, hóf starfsemi í upphaf árs og ætlaði að taka fyrstu mánuðina í að koma sér á framfæri og kynna þjónustuna fyrir markaðnum. Það er óhætt að segja að startið sé framar björtustu vonum og hefur fyrirspurnum ringt inn. Félagið hefur nú þegar betrumbætt heimasíðu sína síðustu daga og gefst viðskiptavinum núna kostur á að finna enn ítarlegri upplýsingar á íslensku og ensku um þjónustuna ásamt því að senda fyrirspurnir á mjög einfaldan hátt og fá svör nánast um hæl. Hvort sem það er flug innanlands og/eða utan á minni og stærri flugvélum, einkaþotur frá Íslandi eða milli staða í Evrópu nú eða þyrluflug yfir okkar fallega land og milli staða þá er engin fyrirspurn nógu vitlaus eða skrítin til að teymi Leiguflugs kíki ekki á hana og komi með svör og lausnir.
Forsvarsmenn og eigendur félagsins, þeir Ásgeir Örn Þorsteinsson og Einar Hermannsson, eru gríðarlega þakklátir viðtökunum og telja að þessi
þjónusta sé komin til að vera. Kynning á leiguflugi hér innanlands og utan verður enn meiri og telja þeir félagar að leiguflugs „kakan“ eigi með tímanum eftir að stækka bæði viðskiptavinum, þeim sjálfum og flugrekstaraðilum til hagsbóta.
Um að gera að skoða nýja og endurbætta heimasíðu: airbrokericeland.is
Ásgeir Örn Þorsteinsson.
Einar Hermannsson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst