Eyjamenn mæta Val í kvöld á Vodafone velli þeirra en Valsarar fagna í dag 100 ára afmæli félagsins og verður blásið til heljarmikillar veislu á félagssvæði Valsara í dag. Það má því búast við fjöri á vellinum í kvöld en Eyjamenn ætla að hita upp á staðnum Spot fyrir leik. Þeir sem ekki komast til Reykjavíkur geta hins vegar látið fara vel um sig í Hallarlundi þar sem leikurinn verður sýndur í beinni.