�?etta kom fram hjá Elliða Vignissyni bæjarstjóra eftir fundinn. Líka kom fram að athuganir vegna grjótnáms hafa leitt í ljós hentugan námustað í nálægð við framkvæmdastað. �?Málið er allt á áætlun og ekkert ætti að verða því til fyrirstöðu að ákvörðun verði tekin í mars eins og til hefur staðið,�? sagði Elliði og lýsti hann því yfir að hann teldi mikilvægt að leitað yrði formlega eftir samstarfi við sjómenn vegna framkvæmdanna. �?Enda þeir eðli málsins samkvæmt kunnugir siglingum á þessu svæði og því afar mikilvægt að hlustað verði eftir skoðunum þeirra og hugmyndum varðandi þessa framkvæmd.�?
Bæjarráð þakkaði upplýsingarnar og fól bæjarstjóra að taka saman minnisblað með helstu upplýsingum varðandi þennan framtíðarkost í samgöngum milli lands og Eyja. �?á tekur bæjaráð undir skoðanir bæjarstjóra hvað varðar mikilvægi þess að koma á samráðsfundi milli fulltrúa Siglingastofnunar og fulltrúa sjómanna og fól bæjarstjóra að koma slíku á eins fljótt og verða má.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst