Breiðablik tók á móti ÍBV í A-deild lengjubikars kvenna um síðustu helgi þar sem Eyjakonur þurftu að sætta sig við 3:0 tap. Hildur Antonsdóttir kom Blikum yfir eftir um hálftíma leik en Fanndís Friðriksdóttir og Rakel Hönnudóttir innsigluðu sigurinn fyrir þær grænklæddu með sitthvoru markinu þegar skammt var til leiksloka. Næsti leikur liðsins verður gegn Stjörnunni sunnudaginn 12. mars.
�??Leikurinn gegn Blikum spilaðist nokkuð vel þrátt fyrir 3:0 tap,�?? segir Sóley Guðmundsdóttir fyrirliði ÍBV. �??Við erum búnar að vera að æfa nýja vörn sem leit miklu betur út á móti Blikum heldur en á móti Val í vikunni á undan sem er mjög jákvæður punktur í okkar spilamennsku. Einnig vorum við að láta boltann ganga mun betur okkar á milli og við héldum honum vel. Mörkin sem við erum að fá á okkur koma mörg eftir mistök hjá okkur, við missum boltann klaufalega eða fylgjum okkar manni ekki alveg inn að marki, hlutir sem við eigum að gera betur og munum laga. Við erum einnig með nokkra leikmenn í meiðslum og markmaðurinn er ekki kominn með leikheimild.�??
Nú hafið þið tapað fyrstu tveimur leikjunum í Lengjubikarnum, telur þú að liðið nái að knýja fram góð úrslit gegn Stjörnunni í næsta leik? �??Á móti Stjörnunni ættu flestar að vera orðnar heilar og markmaðurinn kominn með leikheimild þannig ég er bjartsýn á að við munum ná góðum úrslitum á móti Stjörnunni. �?g vil samt koma því að hvað ég er rosalega ánægð með allar ungu stelpurnar sem eru búnar að vera að fá tækifæri með okkur í vetur, þær eru svo sannarlega að gefa okkur eldri stelpunum gott spark í rassinn og sýna að framtíðin er björt í kvennaboltanum,�?? segir Sóley.