Kvennalið ÍBV hafði betur gegn FH í miklum markaleik í Reykjaneshöllinni á laugardaginn þegar liðin áttust við í Lengjubikarnum. Cloé Lacasse skoraði fyrsta og síðasta mark ÍBV en í millitíðinni hafði Sigríður Lára Garðarsdóttir skorað mark úr víti og Kristín Erna Sigurlásdóttir skorað tvö mörk. Eftir fjóra leiki er ÍBV í þriðja sæti A deildar kvenna í Lengjubikarnum með tvo sigra og tvö töp. Næsti leikur liðsins verður gegn �?ór/KA á sunnudaginn kl. 15:00 í Akraneshöllinni.