Sigurður Þ. Jónsson sat þjóðfundinn á laugardag en hann og kona hans, Elín Egilsdóttir, lentu hins vegar í óskemmtilegri reynslu á leiðinni frá Landeyjahöfn til Reykjavíkur á föstudeginum. „Við vorum komin vestur fyrirVegamót þegar bíllinn lenti á hálkubletti með þeim afleiðingum að hann fór að skauta til og fór svo eina og hálfa veltu og lenti á toppnum úti í skurði,“ sagði Sigurður og segir fólk hafa drifið að til að hjálpa þeim út úr bílnum og svo lögregla og sjúkrabíll. Það er meira en ég bjóst við á Íslandi í dag,“ bætir Sigurður við en hann og Elín sluppu betur en á horfðist í fyrstu.