Leyfði reykingar á skemmtistað
26. maí, 2014
Skemmtanahald helgarinnar fór að mestu vel fram en nokkur útköll voru þó vegna ölvunar og ónæðis og þar sem hendur voru látnar skipa. Engin kæra liggur þó fyrir vegna þessara mála.
Við lögreglueftirlit um helgina á veitingahúsum bæjarins kom í ljós að rekstraraðilinn á einum staðnum heimilar reykingar inná veitingastaðnum. Honum var tilkynnt að skýrsla yrði gerð og hún send heilbrigðiseftirliti Suðurlands til frekari ákvörðunar vegna brota á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Að umferðarmálum er það að segja að ökumaður var stöðvaður um helgina grunaður um ölvun um ölvun við akstur. Einn ökumaður var kærður fyrir að hafa ekki öryggisbelti spennt. Annar ökumaður fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar. Tveir ökumenn voru stöðvaðir þar sem þeir voru að aka bifreiðum án þess að hafa til þess ökuréttindi. �?á var ökumaður kærður fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis. Einnig voru skráninganúmer tekin af bifreið þar sem bifreiðin hafði ekki verið færð til endurskoðunar.
Lögreglan þurfti að kalla til aðstoð Björgunarfélag Vestmannaeyja þar sem erlendir ferðamenn höfðu fest bifreið í fjörunni við Höfðavík. Greiðlega gekk að losa bifreiðina en talið var að hún hefði bilað.
Í vikunni heimsóttu nokkrir bekkir leik og grunnskóla lögreglustöðina og fengu fræðslu um störf lögreglunnar og fengu að skoða húsnæði lögreglustöðvar og þann búnað sem lögreglan notar við sín störf.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst