Aðeins hefur verið sótt um leyfi fyrir eina áramótabrennu í ár en það er ÍBV-íþróttafélag sem verður með sína árlegu áramótabrennu og í kjölfarið mun Björgunarfélag Vestmannaeyja halda flugeldasýningu. Ragnar Baldvinsson, slökkviliðsstjóri sagði í samtali við Fréttir að annað hvort væri aðeins ein brenna, eða menn séu að flaska á því að sækja um leyfi. „Þetta er óskaplega dapurt miðað við hvernig þetta var áður fyrr. Stundum hafa verið minni brennur hér og þar um bæinn en ég vil ítreka það, að það þarf að sækja um leyfi fyrir allar áramótabrennur, stórar og smáar,“ sagði Ragnar.