Aðspurður út í stemninguna í liðinu um þessar mundir sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði karlaliðs ÍBV, hana vera virkilega góða og að heilt yfir væri hún alltaf góð. �??Auðvitað er það alltaf svekkjandi að detta út úr keppni hvort sem það er í úrslitakeppninni eða bikarnum en stemningin og mórallinn hefur alltaf verið á góðum stað,�?? segir Magnús og bætir við að menn hafi alltaf sumarið til að melta hlutina eftir tímabilið. �??Jú, jú, maður tók einhverjar vikur að melta þetta allt saman og menn fara sínar leiðir í því en svo er það bara búið og það þýðir ekkert að dvelja of lengi við það sem er búið, alveg sama hvort það sé sigur eða tap, það kemur alltaf eitthvað nýtt sem tekur við. Nú er bara nýtt tímabil framundan og eins og hjá öllum liðum, þá eru allir vegir færir.�??
Menn þurfa að líta í eigin barm
Er hægt að draga einhvern lærdóm af rimmunni við Val í úrslitakeppninni eða voru þeir einfaldlega bara sterkari en menn gerðu ráð fyrir? �??�?g ætla ekki að taka neitt af Valsmönnum, þeir voru gríðarlega sterkir og voru að toppa á hárréttum tíma og vel að þessum titlum komnir. Á sama tíma verðum við líka að líta aðeins í eigin barm og skoða hvað hefði mátt betur fara. �?g held við séum allir búnir að því og ætli hver og einn hafi það ekki bara fyrir sjálfa sig. Menn hafa það svo bakvið eyrað þegar kemur að næstu rimmu, hvað hafi farið úrskeiðis og hvað hafi klikkað hjá hverjum og einum. �?annig draga menn kannski lærdóm af því sem miður fer og ætli það sé ekki bara þannig í lífinu,�?? segir Magnús.
Landsliðsmarkmaður og norðlenskt gæðablóð
Mannabreytingar hafa orðið á liðinu í sumar og kveðst Magnús ánægður með hópinn í dag. �??Mér lýst bara frábærlega á hópinn, það er náttúrulega alltaf frábært að fá Norðlendinga inni í hópinn, mikið gæðablóð og eðalmenn,�?? segir Magnús kíminn er hann vísar í félagsskipti varnarmannsins Róberts Sigurðssonar sem kom til ÍBV á láni frá Akureyri fyrr í sumar. Sömuleiðis samdi ÍBV við landsliðsmarkmanninn Aron Rafn Eðvarðsson sem hefur undanfarin ár verið erlendis í atvinnumennsku. �??Báðir þessir leikmenn eru algjörir toppmenn sem falla mjög vel inn í hópinn. �?eir munu einnig smellpassa hérna inni í samfélagið, þeir eru bara þannig týpur, opnir og hressir. Fyrir utan það þá eru þetta bara öflugir leikmenn, landsliðsmarkmaður og upprennandi landsliðsmaður, vil ég meina. Róbert er kominn hingað til að sækja sér reynslu til okkar eldri leikmannanna og hjá þjálfaranum en Arnar var náttúrulega frábær varnarmaður þegar hann var að spila og á eftir að kenna honum helling. Við erum einnig búnir að missa góða leikmenn og það er alltaf leiðinlegt að sjá eftir góðum mönnum, en það er bara eins og það er, þeir koma einn góðan veðurdag til baka og halda áfram að vera jafn flottir og þeir voru.�??
Segir ekkert inni á vellinum að vera með besta liðið á pappírunum
Ekki vill Magnús meina að einhverjar teljandi breytingar verði á leik liðsins en þó telur hann að menn fari inn í mótið með meiri auðmýkt. �??�?tli áherslubreytingin sé ekki aðallega fólgin í því að hver og einn líti inn á við og átti sig á því að þó maður sé með frábært lið, langbesta liðið á pappírunum, þá hefur það nákvæmlega ekkert að segja inni á vellinum. �?g veit að menn eru búnir að átta sig á því að það þarf að fórna sér og vinna fyrir hverju einasta stigi, alveg sama hvað þú heitir eða hvað þú hefur afrekað, þú þarft alltaf að hafa fyrir hlutunum í þessu sporti. �?að eru alltaf einhverjir yngri leikmenn í hinum liðunum sem eru hungraðir í að sanna sig. �?tli þetta sé ekki aðal áherslubreytingin án þess að það sé búið að ræða það eitthvað sérstaklega, ég held að menn skynji það.�??
Mikilvægt að toppa á réttum tíma
Oft hefur verið talað um að síðustu vikur tímabilsins skipti langmestu máli í handboltanum og tekur Magnús undir það. �??�?etta verður bara sér mót fyrir áramót, síðan tökum við stöðuna og förum svo inn í annað mót eftir áramót. �?g held að flest lið skipti þessu upp þannig. Leikirnir eru oft þýðingarmeiri þegar líða tekur á mótið og þú vilt að liðið sé að toppa um og rétt fyrir úrslitakeppni og að þá séu allir besta útgáfan af sjálfum sér. Menn hafa tímann fram að áramótum í að finna þá útgáfu,�?? segir Magnús sem tekur undir með blaðamanni að mikilvægt sé að halda leikmönnum heilum yfir allt tímabilið. �??Algjörlega, það er mikilvægur faktor í þessu. �?að þarf ekki mikið meira en ein eða tvö meiðsli hjá lykilmönnum þá breytist formúlan í liðinu alveg um leið.�??
Ásamt því að vera með sterkt byrjunarlið, þá er ÍBV einnig með unga og efnilega leikmenn sem eiga eftir að koma til með að axla aukna ábyrgð í framtíðinni. �??Við erum með góða unga stráka þarna inn á milli en þá vantar kannski reynsluna. �?að má heldur ekki setja of mikla ábyrgð á þeirra herðar þó þeir séu góðir leikmenn, þeir þurfa að ná sér í reynslu áður en það er ætlast til að þeir dragi vagninn
Frábær æfingaferð í Frakklandi
Nú voru þið að klára æfingaferð í Frakklandi, var hún gagnleg handboltalega séð eða var hún meira upp á gamanið? �??Nei, þetta var eiginlega bara virkilega góð ferð, við vorum að æfa tvisvar á dag við toppaðstæður hjá úrvalsdeildarfélaginu AIX. �?að var virkilega gaman að sjá þetta, sérstaklega fyrir ungu strákana sem kannski stefna á atvinnumennskuna. Að átta sig á því hvað litlir hlutir skipta gríðarlegu máli, eins og að fara ekki of seint að sofa, hvað þú borðar og hvenær, hvernig þú æfir og hvernig þú hagar þér almennt. Eins og hjá þessum körlum þarna úti þá er þetta bara vinnan þeirra og þeir bera virðingu fyrir henni,�?? segir Magnús.
Bendir fyrirliðinn jafnframt á að þarna hafi menn einnig gert sér grein fyrir hversu góð aðstaðan í Vestmannaeyjum sé til handboltaiðkunar. �??Við erum með betri aðstöðu hérna í Eyjum en þeir þarna úti. Við erum með betra húsnæði, við erum með betra gólf, þ.e. í gamla salnum, betri líkamsrækt, við erum með sjúkraþjálfara á staðnum, sundlaug og heita potta og það allt í sama kjarnanum. �?eir eru ekki með sundlaug og heita potta, ekki sjúkraþjálfara á staðnum og svo pínulitla rækt. Menn eru kannski oft að sækja vatnið yfir lækinn og halda að það sé alltaf betra að drífa sig út. Aðstaðan í Vestmannaeyjum er með þeim betri sem þær gerast til að verða betri leikmaður. �?að voru nokkrir sem áttuðu sig á þessu þarna úti og þeir sem ekki gerðu það lét maður vita af því. �?essir karlar í AIX væru himinlifandi að æfa þar sem við æfum, á fjaðrandi parketi, með sjúkraþjálfara í næsta herbergi og fara í heitan pott beint eftir æfingu, hvað viltu meira? �?annig að þetta var bara virkilega góð ferð sem þjappaði hópnum enn betur saman.�??
Markmiðið að vinna titla
Ef við tölum um markmið, er ÍBV ekki lið sem vill alltaf vinna titil eða titla? �??Jú, er það ekki, það hlýtur að vera markmiðið hjá þessum stóru liðum hérna á Íslandi að vinna titla, Valur, Haukar, Afturelding, FH og við að sjálfsögðu líka. En eins og ég hef komið inn á þá þarf virkilega að hafa fyrir því, hin liðin hafa styrkt sig líka og ungu leikmennirnir þeirra eru árinu eldri og reynslunni ríkari. �?g held að deildin ár hafi ekki verið sterkari í mörg ár, margir frábærir leikmenn að koma heim,�?? segir Magnús.
Fyrsti leikur ÍBV verður gegn Aftureldingu á útivelli á morgun og segir Magnús það skemmtilegan prófstein. �??�?að verður virkilega gaman að máta sig við þá, þeir eru ef til vill komnir aðeins lengra í sínum undirbúningi en við, þeir eru náttúrulega að taka þátt í Evrópukeppni fyrir mót. �?etta verður bara spennandi, þeir eru með frábært lið. En hvort sem leikurinn tapast eða vinnst þá þýðir ekkert að fara að örvænta. Við eigum eftir að tapa leikjum í vetur en á meðan liðið er að bæta sig þá verðum við bara helvíti flottir þegar kemur að úrslitakeppninni.�??