Eyjamenn voru nú rétt í þessu kallaðir úr vinnu til þess að fara í Herjólf klukkan 15.30 sem fer í �?orlákshöfn til þess að vera mættir í leik sem er á morgun gegn Fram en þetta fékk Fimmeinn staðfest frá leikmönnum ÍBV.
Með þessu eru leikmenn ÍBV að missa úr vinnu og skóla í 2 daga. �?etta er afar skrýtið þar sem fyrir 2 vikum setti HSÍ fram þá reglu að ef Herjólfur fari ekki í Landeyjarhöfn á leikdegi fái liðin að fresta leiknum sínum um einn dag. En það fá Eyjamenn ekki og er skýring HSÍ sú að það er skemmtun í Fram-heimilinu á föstudaginn.
En samkvæmt heimildum Fimmeinn er ÍBV tilbúið að spila leikinn hvenær sem er á föstudeginum.