Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum í Eyjum að Þrettándinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag. Reyndar er um að ræða fjögurra daga bæjarhátíð með sýningum, tónleikum, barnaskemmtunum og fleiru. Það er þó Þrettándagleði ÍBV sem er hápunktur helgarinnar og helsta aðdráttarafl.