Það er óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör neðan við Strandveginn í dag. Vestmannaeyjahöfn hreinlega iðaði af lífi enda voru hvorki fleiri né færri en fimm fraktskip í höfninni í dag. Arnarfell, gámaskip Samskips var í sinni vikulegri viðkomu í Eyjum en auk þess voru tvö flutningaskip við fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar, eitt við frystigeymslu sama fyrirtækis og eitt olíuflutningaskip lá við Nausthamarsbryggju.