Sigurjón Óskarsson og fjölskyldu þarf vart að kynna. Þessi aflakónur á Þórunni Sveinsdóttur VE og fjölskylda hans hefur stundað útgerð rúm 65 ár. Fjölskyldan starfar öll við útgerðina, synirnir á sjó og dóttirin á skrifstofunni. Sigurjón segist þrjóskari en svo að hann láti stjórnmálamenn hrifsa af sér lífsviðurværið þótt hann viðurkenni að útlitið sé dökkt.